top of page

Edico gaf þrjá Nokia 8 Android snjallsíma

Edico gaf þrjá Nokia 8 Android snjallsíma til heppinna aðila sem mættu á Zebra morgunverðarkynningu.

Edico hélt vel heppnaða morgunverðarkynningu Grand Hótel Reykjavík, þann 1. nóvember. Kynntar voru helstu nýjungar frá Zebra technologies sem eru meðal annars handtölvur, barkóðalesarar og límmiðaprentarar ásamt fleiru. Einnig fluttu Olís og Icelandair framsögu um reynslu sína af lausnum og þjónustu frá Edico. Um 60 manns mættu á kynninguna sem var vonum framar.

Af þessu tilefni blés Edico til happdrættis þar sem gestum gafst kostur á að skrá sig til leiks í gegnum Qmeter þjónustumælingu sem var uppsett á staðnum. Í boði voru þrír veglegir NOKIA 8 Android snjallsímar.

Vinningshafarnir sem dregnir voru út heita, Björn Þorkelsson, Sigdór Rúnarsson og Gunnar Einarsson.

bottom of page