Edico styrkir Geðvernd
Edico hefur ákveðið að styrkja Geðverndarfélag Íslands. Við það tilefni kom Kjartan Valgarðsson framkvæmdastjóri í heimsókn til okkar til að veita styrknum viðtöku.
Við hjá Edico eru stolt af því að geta lagt góðu málefni lið og vonumst til að geta lagt meira af mörkum í framtíðinni.
Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Tilgangur félagsins, sem var stofnað 1949, er að vekja athygli og auka skilning á mikilvægi geðheilbrigðis og sameina þá sem hafa áhuga á þessum málum.
Á myndinni eru Krystian Sikora og Grétar Þorsteinsson eigendur Edico ásamt Kjartani.