top of page

Edico 8 ára

Við hjá Edico fögnum 8 ára afmæli félagsins um þessar mundir. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og hafa starfsmenn lagt sig mikið fram að gera fyrirtækið að því sem það er í dag. Fyrirtækið stendur eftir sem áður á traustum grunni og starfsemin blómstrar. Við lítum því framtíðina björtum augum.

Við höfum fjölgað lausnum til muna og aukið hugbúnaðarþróun margfalt á undanförnum árum. Þar ber helst að nefna Edico Handheld handtölvulausnir sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins nota í dag. Edico Handheld er mest notað á Android handtölvum sem eru mun notendavænni heldur en eldri handtölvulausnir.

Einnig hafa mörg fyrirtæki tekið í notkun Edico Visit móttökukerfi sem aðstoðar fyrirtæki við að taka á móti viðskiptavinum sem koma í heimsókn til fyrirtækja.

Þá höfum við fengið þann heiður að vera Zebra Premium Solution Partner sem er hæsta partner staða sem er í boði hjá Zebra og tryggir okkur bestu mögulegu kjör fyrir okkar viðskiptavini. Við vinnum mjög náið með þeim og fáum mjög góðan stuðning sem skiptir miklu máli.

bottom of page