top of page

Lausnir fyrir sérstæðar aðstæður í þjóðfélaginu

Edico býður upp á allskonar lausnir fyrir fyrirtæki til að aðstoða við að þjónusta viðskiptavini þeirra. Nú eru sérstæðar aðstæður í þjóðfélaginu sem kalla á breytingar á þjónustu og því viljum við telja fram nokkrar lausnir sem gætu hjálpað.


 

Qmatic snertilausar biðraðir

Viðskiptavinir geta valið að fá miðann í símann sinn og þannig fylgst með röðinni og fá tilkynningu þegar röðin er komin að þeim. Mjög flott lausn sem nýtist ekki eingöngu á þessum tímum.


 

Talning á viðskiptavinum

V-Count getur talið viðskiptavini sem koma inn eða fara út úr ákveðnu rými á hverjum tíma. 


 

Snertilaus virkni með Edico Visit

Við getum bætt við virkni í Edico Visit að viðskiptavinir skrái upplýsingar sínar í símanum sínum í stað þess á snertiskjánum.

Hafðu samband við sala@edico.is ef það er áhugi fyrir að bæta þessum möguleika við kerfið.


 

Meiri sjálfvirkni með Edico Handheld

Margir hafa fært verslun sýna á netið og eru að afgreiða vörur með öðrum hætti en venjulega. Til að tryggja betra afgreiðsluflæði þá er mikilvægt að nota handtölvur. Með því er aukinn hraði á afgreiðslu pantana og eins lágmarkaður möguleiki á mistökum.

Edico Handheld er hægt að séraðlaga að hverjum viðskiptavini og getur tengst mismunandi kerfum.

bottom of page