top of page

Diebold Nixdorf afgreiðslulausnir

Tengd verslun fyrir tengdan heim

Diebold Nixdorf er leiðandi á sviði búnaðar til afgreiðslu viðskiptavina með yfir 160 ára reynslu. Hvort sem þitt fyrirtæki vill afgreiða viðskiptavini með hefðbundnum afgreiðslukössum eða í sjálfsafgreiðslu, þá er Diebold Nixdorf með lausnina.
Afgreiðslukassar

Hefðbundnir afgreiðslukassar er einföld leið til að afgreiða viðskiptavini og samtímis viðhalda persónulegri þjónustu. Mikilvægt er að hafa öflugan búnað sem er áreiðanlegur og endist lengi.


Sjálfsafgreiðsla

Diebold Nixdorf er með búnaðinn fyrir þitt fyrirtæki hvort sem sjálfsafgreiðslan felst í því að panta vörur eða greiða fyrir þær í lok viðskipta. Flestir þekkja að panta sér mat hjá t.d. Mcdonalds eða Burger King og geta valið máltíðina og greitt fyrir í rólegheitum. Eins þekkja flestir að skanna sjálfir vörurnar sínar í matvöruverslunum og greiða án þess að starfsmaður þurfi að meðhöndla vörurnar. Þetta eru valkostir sem viðskiptavinir taka opnum örmum ef það flýtir fyrir afgreiðslu og tryggir betri þjónustu. Það er líka oft erfitt að fá starfsfólk í einföld afgreiðslustörf en auðveldara er að fá starfsfólk í ráðgjafahlutverk sem bætir þjónustu og eykur sölu


bottom of page