top of page

VoCoVo samskiptalausnir

Tengdu starfsfólk þitt, viðskiptavini og snjalltækni

VoCoVo eru með áhugaverðar samskiptalausnir fyrir smásölu fyrirtæki. Við teljum að þessi lausn geti virkilega aukið þjónustu við viðskiptavini og auðveldað daglegan rekstur. Viðskiptavinir eru ánægðari með hraða og skilvirka þjónustu sem starfsfólk getur veitt með notkun VoCoVo heyrnatóla.


VoCoVo hjálpar til við að:

  • Auka hagkvæmni

  • Taka á þjófnaði og tjóni

  • Auka sölu

  • Bæta upplifun viðskiptavina


Hvað er VoCoVo?

VoCoVo eru sérfræðingar í smásölu samskiptum og eru best þekkt fyrir flaggskip heyrnatólin sín. VoCoVo hefur hjálpað smásölu teymum að vinna betur saman síðan á tíunda áratugnum. VoCoVo leysir vandamál með því að hlusta vel á fólkið í verslunum sem það þjónar - til að gefa starfsfólki betra vinnuumhverfi, skapa ánægðari viðskiptavini og gefa smásöluaðilum stjórn á viðskiptamarkmiðum sínum.

Í dag tengir VoCoVo saman yfir 250.000 samstarfsaðila í 21 landi. Árið 2024 setti VoCoVo á markað VoCoVo Link til að gera lausn sína aðgengilegri fyrir smærri fyrirtæki. 


Hvernig mun VoCoVo Link hjálpa fyrirtækinu þínu?

Tengd teymi eru afkastameiri, öruggari og almennt ánægðari og áhugasamari í hlutverkum sínum, vegna þess að þau vita að hjkálp er alltaf við höndina.

Viðskiptavinir fá hraðari þjónustu og betri svör við spurningum sínum, því hvaða starfsmaður sem er getur nýtt sér sérfræðiþekkingu breiðari hóps stafsmanna á nokkrum sekúndum.

Sem fyrirtækis eigandi geturðu verið viss um að teymið þitt vinni á skilvirkan hátt saman og veitir viðskiptavinum þínum bestu upplifun í versluninni. Í samanburði við að treysta á persónulega síma eru VoCoVo heyrnatólin alltaf til staðar, án truflunar og gefur viðskiptavinum rétta ímynd.


Eru heyrnatólin þægileg í notkun?

Já! Þægindi voru í forgangi við þróun Series 51 heyrnatólsins, því tæknin er aðeins skynsamleg fjárfesting þegar hún er notuð. Ólíkt öðrum heyrnatólum hafa VoCoVo heyrnatólin verið hönnuð í samstarfi við starfsfólk verslana til að tengja samstarfsfólk á þægilegan hátt allan daginn. Heyrnatólin eru létt, þægileg og auðvelt að stilla til að draga úr þrýstipunktum.

Heyrnatólin er hægt að nota á eyra og auðvelt er að stilla þau í kringum gleraugu, hárgreiðslur og höfuðföt. Hver starfsmaður getur haft sinn eigin eyrnapúða sem hægt er að fjarlægja.

Heyrnatólin eru einnig þróuð með smásölu sértæka umhverfishávaða eyðingu.


Þessi heyrnatól eru nú þegar notuð af Tesco, Coop, Brico, Carrefour og mörgum fleiri af stærstu smásöluaðilum heims.


Vefsíða VoCoVobottom of page