Qmatic þjónustukerfi fyrir Apótek

Viðskiptavinir apóteka eiga að upplifa frábæra þjónustu.

Það er þannig sem apótek geta aðgreint sig frá samkeppninni.

Með þjónustukerfi frá Qmatic er einn standur fyrir alla þjónustu. Viðskiptavinur velur þá þjónustu sem hann leitast eftir og fær númer. Á meðan viðskiptavinur bíður getur hann skoðað sig um í verslun, eða slakað á . Þegar röðin kemur að honum er númerið kallað uppþ Leitist vðskiptavinur eftir annarri þjónustu getur starfsmaður fært númer viðskiptavinar í þá röð, þar sem númerið fer á réttan stað í þeirri röð, eftir biðtíma. Þannig þarf aldrei að kalla upp nafn viðskiptavinar, og hann heldur sama númeri alla heimsóknina.

 

Þjónustuleiðir:

  • Afgreiðsla á kassa

  • Sækja lyf

  • Raðgjöf í verslun

  • Hjúkrunarfræðingur

Helstu kostir:

  • Viðskiptavinir og starfsfólk upplifir minna streitustig

  • Stjórnendur fá yfirsýn sem gerir þeim kleyft að skipuleggja betur reksturinn

  • Viðskiptavinir eru ekki kallaðir upp eftir nafni

  • Meiri sala með aukinni ráðgjöf í verslun

Afgreiðsla á kassa

Viðskiptavinir eru afgreiddir eftir biðtíma, þeir geta sest niður eða skoðað í verslun þangað til röðin kemur að þeim.

Sækja lyf

Viðskiptavinir sem óska eftir tiltekt lyfseðla fara í sér röð, eftir að sagt hefur verið til hvaða lyf á að taka saman er prentað strikamerki sem fer á seðilinn. Þegar búið er að taka saman lyfin er strikamerkið skannað. Númerið fer þá í röðina hjá "Afgreiðsla á kassa", þar raðast röðin eftir þeim biðtíma sem viðskiptavinir eru búinir að bíða.

Ráðgjöf í verslun

Fyrir viðskiptavini sem þurfa aðstoð við að velja réttu vöruna, fá upplýsingar um vöru eða staðsetja vöru. Starfsmaður notar snjalltæki til að kalla eftir viðskipavinum. Að lokinni ráðgjöf er hægt að senda númerið áfram á til "Afgreiðsla á kassa", eða til "Hjúkrunarfræðings" ef þörf er á frekari aðstoð.

Hjúkrunarfræðingur

Fyrir viðskiptavini sem þurfa ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðing. Valmöguleikinn getur verið virkur á ákveðnum tíma dags, þegar hjúkrunarfræðingur er við. Starfsmaður notar snjalltæki til að kalla eftir viðskiptavini.

​Nánar um Qmatic þjónustukerfi