RFID þráðlaus auðkenning

RFID eru þráðlaus auðkenning sem nýtist vel í allskonar tilfellum. Bíllyklar eru með RFID merki sem einskonar þjófavörn, gæludýr eru mörg með RFID merki undir húðinni til að auðkenna þau, bókasöfn í Reykjavík nota RFID til að auðkenna bækurnar og flestar aðgangsstýringar nota þráðlaus kort með RFID til að veita aðgang í mörgum fyrirtækjum. Þetta eru eingöngu nokkur dæmi um mögulega notkun.

Edico sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki sem þurfa að auðkenna vörur og búnað með einföldum og skilvirkum hætti. Við getum útvegað allan vélbúnað, hugbúnað og merki.

RFID getur verið einstaklega handhægt í nútíma umhverfi og passar sérlega vel fyrir fyrirtæki sem eru að hugsa um OMNICHANNEL.

Nánari upplýsingar:

Wikipedia um RFID á íslensku

RFID búnaður frá Zebra