top of page

Search Results

53 items found for ""

  • Hraðar og áreiðanlegar áfyllingar með Pricer

    Pricer kerfið getur látið hilluna blikka þegar fyllt er á þannig að mistök við áfyllingar fækkar og verða mun hraðari í ákveðnum tilvikum. Nánari upplýsingar: https://www.pricer.com/use-cases/store-operations/replenishment/ Pricer á vefsíðu Edico: https://www.edico.is/pricer-rafraenar-verdmerkingar

  • Frábær vinnutölva frá Zebra

    Ný vinnutölvu frá Zebra sem hentar sérstaklega þeim sem eru mikið á ferðinni og þurfa tölvu sem stenst allar hugsanlegar aðstæður og endist vinnudaginn. Ef þörf er á frekari rafhlöðuendingu, þá er auðveldlega hægt að skipta um rafhlöðu og halda áfram að vinna. Bjartur skjárinn gerir okkur mögulegt að vinna utandyra. Tölvan er sterklega byggð og þolir allt að 1,5 metra fall. Hægt er að fá mikið af aukahlutum og festingum sem tryggja hámarks notagildi fyrir mismunandi aðstæður.

  • Eru takmarkanir á fjölda viðskiptavina?

    V-Count getur talið viðskiptavini inn í verslunina og komið með viðvörun á skjá þegar hámarksfjölda er náð, miðað við sóttvarnarreglur hverju sinni. V-Count er leiðandi framleiðandi í hug- og vélbúnaði sem greinir umferð viðskiptavina. Nýi 3D búnaðurinn Ultima Al er með allt að 99.9% nákvæmni. Linsan getur fylgst með allt að 9 metra svæði. V-Count búnaðurinn getur talið og fylgst með umferð í myrkvi (Night Vision) og styðst við Active Stereo Vision tækni.

  • Snertilaus Þjónusta - Rafrænir Miðar

    Við lifum á skrítnum tímum þar sem Covid19 hefur svo sannarlega breytt hugsun og hegðun í okkar daglega lífi. Það verður ekki hjá því komist að lífið heldur áfram og við verðum að læra að lifa með veirunni í óákveðinn tíma. Fyrirtæki og stofnanir sem nota Qmatic þjónustu- og númerakerfi eru mörg hver að bregðast við með því að innleiða snertilausa virkni til að geta haldið sínu þjónustustigi í hámarki þrátt fyrir fjarlægðatakmarkanir. Rafrænir miðar (Mobile Ticket) frá Qmatic virkar þannig að viðskiptavinir skanna QR kóða og fá vefútgáfu af númerakerfinu í snjalltækið sitt, geta valið þjónustu sem hentar og beðið þar sem meiri fjarlægð er á milli aðila. Þannig geta viðskiptavinir beðið t.d. í bíl þangað til röðin kemur að þeim. Fyrirtæki og stofnanir sem nú þegar hafa innleitt snertilausa þjónustu frá Qmatic eru Sýslumaðurinn í Kópavogi, Tryggingastofnun og verslanir Símans á Höfuðborgarsvæðinu. Fleiri fyrirtæki munu bætast við á næstunni. Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga á þessari virkni.

  • Lausnir fyrir sérstæðar aðstæður í þjóðfélaginu

    Edico býður upp á allskonar lausnir fyrir fyrirtæki til að aðstoða við að þjónusta viðskiptavini þeirra. Nú eru sérstæðar aðstæður í þjóðfélaginu sem kalla á breytingar á þjónustu og því viljum við telja fram nokkrar lausnir sem gætu hjálpað. Qmatic snertilausar biðraðir Viðskiptavinir geta valið að fá miðann í símann sinn og þannig fylgst með röðinni og fá tilkynningu þegar röðin er komin að þeim. Mjög flott lausn sem nýtist ekki eingöngu á þessum tímum. Nánari upplýsingar Talning á viðskiptavinum V-Count getur talið viðskiptavini sem koma inn eða fara út úr ákveðnu rými á hverjum tíma. Nánari upplýsingar Snertilaus virkni með Edico Visit Við getum bætt við virkni í Edico Visit að viðskiptavinir skrái upplýsingar sínar í símanum sínum í stað þess á snertiskjánum. Hafðu samband við sala@edico.is ef það er áhugi fyrir að bæta þessum möguleika við kerfið. Nánari upplýsingar Meiri sjálfvirkni með Edico Handheld Margir hafa fært verslun sýna á netið og eru að afgreiða vörur með öðrum hætti en venjulega. Til að tryggja betra afgreiðsluflæði þá er mikilvægt að nota handtölvur. Með því er aukinn hraði á afgreiðslu pantana og eins lágmarkaður möguleiki á mistökum. Edico Handheld er hægt að séraðlaga að hverjum viðskiptavini og getur tengst mismunandi kerfum. Nánari upplýsingar

  • Frábær ráðstefna um handtölvumál

    Þann 12. febrúar síðastliðinn vorum við með frábæra morgunráðstefnuna um handtölvulausnir á Grand Hótel í samstarfi við Zebra og SOTI. Það var mikil stemning á svæðinu eins og sjá má á þessu myndskeiði. Við kynntum ýmsar nýjungar í handtölvulausnum. Fyrirlesarar komu frá Zebra og SOTI og Ólafur Kristján Ragnarsson hjá Slökkviliðinu í Reykjavík og Steinar J. Kristjánsson í Bónus fóru yfir það hvernig lausnir Edico hafa nýst þeim. Ef þú sást þér ekki fært um að mæta þá þarftu ekki að örvænta því við tókum upp efnið og þú getur horft á alla fyrirlestrana á Youtube rásinni okkar og þú getur líka sent okkur fyrirspurnir á sala@edico.is. Við þökkum líka öllum þeim sem komu en nafn eins ráðstefnugestsins okkar var dregið út í smá leik og var það Brynjar Þór Þórarinsson hjá ÁTVR sá heppni en hann var dreginn út úr hópi þeirra sem mættu og hlaut í vinning út að borða fyrir tvo á Fiskfélaginu.

  • Kynnum allt það nýjasta í handtölvulausnum

    Þann 12. febrúar næstkomandi verður Edico í samstarfi við Zebra og SOTI með einstaka morgunráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík. Við munum fara yfir allt það sem handtölvulausnir hafa upp á að bjóða og þær nýjungar sem að eru að koma á markaðinn. Frábær ráðstefna fyrir alla þá sem eru að sinna dreifingu, smásölu, framleiðslu og vöruhúsum. Hvar: Grand Hótel Reykjavík Hvenær: 12. febrúar frá klukkan 9 til 12 Aðgangur: Ókeypis en skráning nauðsynleg Hverjir: Fyrirlestrar frá Zebra, SOTI, Edico og fleirum Ekki láta þessa frábæru morgunráðstefnu framhjá þér fara, við erum viss um að þú munir hafa gagn og gaman af henni. UM ZEBRA og SOTI Zebra eru fremstir í handtölvubúnaði, skönnum og prenturum í krefjandi umhverfi þar sem áreiðanleiki og hraði skiptir miklu máli. Zebra eru einnig leiðandi í þróun á nýrri tækni og því áhugavert að fylgjast með hvaða nýjungar eru framundan hjá þeim. SOTI er leiðandi í snjalltækjastjórnun (MDM Mobile Device Management). Nútíma fyrirtæki nota snjalltæki í starfsemi sinni eins og handtölvur, símar starfsmanna, lyftaratölvur, spjaldtölvur eða kiosk tölvur. Það getur því verið flókið að stjórna þessum tækjum miðlægt en SOTI er með leiðandi lausnir til að öryggi og uppfærslur séu í fyrirrúmi. Komdu inn í framtíðina með okkur og skráðu þig á ráðstefnuna hér. Húsið opnar klukkan 8:30 með morgunverði en ráðstefnan hefst stundvíslega klukkan 9. Boðið verður upp á hádegishressingu eftir ráðstefnuna.

  • Edico 8 ára

    Við hjá Edico fögnum 8 ára afmæli félagsins um þessar mundir. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og hafa starfsmenn lagt sig mikið fram að gera fyrirtækið að því sem það er í dag. Fyrirtækið stendur eftir sem áður á traustum grunni og starfsemin blómstrar. Við lítum því framtíðina björtum augum. Við höfum fjölgað lausnum til muna og aukið hugbúnaðarþróun margfalt á undanförnum árum. Þar ber helst að nefna Edico Handheld handtölvulausnir sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins nota í dag. Edico Handheld er mest notað á Android handtölvum sem eru mun notendavænni heldur en eldri handtölvulausnir. Einnig hafa mörg fyrirtæki tekið í notkun Edico Visit móttökukerfi sem aðstoðar fyrirtæki við að taka á móti viðskiptavinum sem koma í heimsókn til fyrirtækja. Þá höfum við fengið þann heiður að vera Zebra Premium Solution Partner sem er hæsta partner staða sem er í boði hjá Zebra og tryggir okkur bestu mögulegu kjör fyrir okkar viðskiptavini. Við vinnum mjög náið með þeim og fáum mjög góðan stuðning sem skiptir miklu máli.

  • Rafrænar verðmerkingar hjá Garðsapótek

    Frá því vorið 2016 hefur Garðsapótek notast við stafræna hillumiða frá Edico við góðan orðstír. Garðsapótek er einkarekið apótek og hefur verið starfrækt síðan 1956 og er staðsett á Sogavegi, það er í eigu Hauks Ingasonar lyfjafræðings. Haukur hefur verið natinn við að tæknivæða apótekið hjá sér því hann er einnig með Qmatic númerakerfi frá Edico. Haukur Ingason, lyfsali og forstjóri Garðsapóteks segir að rafrænu verðmerkingarnar og Pricer verðmiðarnir frá Edico skipti sköpum fyrir apótekið. Núna sé unnt að halda úti nýjustu verðum á öllum vörum á einfaldan máta bara með því að breyta verðunum í tölvunni og þannig sjái viðskiptavinurinn strax rétt verð og fær þar af leiðandi réttar upplýsingar og betri þjónustu . „Edico er með framúrskarandi þjónustu og redda starfsmenn hlutunum einn, tveir og þrír. Ótrúlega fljótir að afgreiða hlutina og koma annað hvort á staðinn eða beintengjast kerfinu ef eitthvað er. Ég hef hreinlega aldrei séð annað eins“, segir Haukur enn fremur . Lestu alla reynslusögu Garðsapóteks hér

  • Svona á sjálfsafgreiðsla að virka

    Zebra hefur í langan tíma boðið upp á sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslanir sem byggist á því að viðskiptavinir taki tæki með sér inn í verslunina og skanni vörurnar beint í poka. Þessar lausnir hafa sannað gildi sitt og eru til hagsbóta bæði fyrir verslanir og viðskiptavini þeirra. Með þessu móti sér viðskiptavinurinn hvað vörurnar kosta, séð heildarupphæðina, séð hvaða tilboð eru í boði og geta raðað í poka eða kassa eftir því hvort vörurnar eigi að fara t.d. í ísskáp eða frysti. Hér meðfylgjandi er myndband frá verslun í Nýja Sjálandi.

  • Edico er nú Qmatic umboðsaðili í Færeyjum og á Grænlandi - Edico is now Qmatic's distributor in

    Edico hefur um langt skeið séð um þjónustu og sölu á Qmatic á Íslandi en hefur nú einnig tekið við Qmatic þjónustu og sölu á Qmatic í Færeyjum og á Grænlandi. Edico hefur reynslu af vinnu með ýmsum fyrirtækjum á þessum markaðssvæðum og þá ekki eingöngu með Qmatic lausnir. Þess vegna telur Qmatic að þeirra hagsmunum sé best varið með því að Edico sjái um viðskipti Qmatic í Færeyjum og á Grænlandi. Við hjá Edico hlökkum til að takast á við þetta verkefni og bjóðum fyrirtæki í Færeyjum og á Grænlandi velkominn í viðskipti. Fyrirspurnum skal beina til: sala@edico.is Edico is now Qmatic's distributor in Faroe Islands and Greenland. Edico has a good experience working with companies, not only with Qmatic's solutions, in these markets. Therefore Qmatic considers them to be most capable and suitable to serve their customers in this region. We look forward to work with customers in Faroe Islands and Greenland. All requests and questions can be sent to us at sales@edico.is Starfsfólk Edico - Edico staff

  • Edico styrkir Geðvernd

    Edico hefur ákveðið að styrkja Geðverndarfélag Íslands. Við það tilefni kom Kjartan Valgarðsson framkvæmdastjóri í heimsókn til okkar til að veita styrknum viðtöku. Við hjá Edico eru stolt af því að geta lagt góðu málefni lið og vonumst til að geta lagt meira af mörkum í framtíðinni. Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Tilgangur félagsins, sem var stofnað 1949, er að vekja athygli og auka skilning á mikilvægi geðheilbrigðis og sameina þá sem hafa áhuga á þessum málum. https://gedvernd.is/ Á myndinni eru Krystian Sikora og Grétar Þorsteinsson eigendur Edico ásamt Kjartani.

bottom of page