Kaupás innleiðir handtölvulausn frá Edico

Kaupás, sem rekur verslunarkeðjurnar Krónuna, Nóatún og Kjarval, er að innleiða handtölvulausn frá Edico sem kemur til með að auðvelda allt utanumhald um vöruflæði í verslunum. Edico útbjó lausnina í þekktu og vel studdu umhverfi sem býður upp á notkun á tækjum frá ýmsum framleiðendum og stýrikerfum eins og Android, iOS og Windows mobile. Kaupás notar tæki frá Zebra sem eru með öflugum innbyggðum skanna fyrir strikamerki.