top of page

Kynnum allt það nýjasta í handtölvulausnum


Þann 12. febrúar næstkomandi verður Edico í samstarfi við Zebra og SOTI með einstaka morgunráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík. Við munum fara yfir allt það sem handtölvulausnir hafa upp á að bjóða og þær nýjungar sem að eru að koma á markaðinn.

Frábær ráðstefna fyrir alla þá sem eru að sinna dreifingu, smásölu, framleiðslu og vöruhúsum.

Hvar: Grand Hótel Reykjavík Hvenær: 12. febrúar frá klukkan 9 til 12 Aðgangur: Ókeypis en skráning nauðsynleg Hverjir: Fyrirlestrar frá Zebra, SOTI, Edico og fleirum

Ekki láta þessa frábæru morgunráðstefnu framhjá þér fara, við erum viss um að þú munir hafa gagn og gaman af henni.

UM ZEBRA og SOTI Zebra eru fremstir í handtölvubúnaði, skönnum og prenturum í krefjandi umhverfi þar sem áreiðanleiki og hraði skiptir miklu máli. Zebra eru einnig leiðandi í þróun á nýrri tækni og því áhugavert að fylgjast með hvaða nýjungar eru framundan hjá þeim. SOTI er leiðandi í snjalltækjastjórnun (MDM Mobile Device Management). Nútíma fyrirtæki nota snjalltæki í starfsemi sinni eins og handtölvur, símar starfsmanna, lyftaratölvur, spjaldtölvur eða kiosk tölvur. Það getur því verið flókið að stjórna þessum tækjum miðlægt en SOTI er með leiðandi lausnir til að öryggi og uppfærslur séu í fyrirrúmi.

Komdu inn í framtíðina með okkur og skráðu þig á ráðstefnuna hér. Húsið opnar klukkan 8:30 með morgunverði en ráðstefnan hefst stundvíslega klukkan 9. Boðið verður upp á hádegishressingu eftir ráðstefnuna.

bottom of page