top of page

Frábær ráðstefna um handtölvumál

Þann 12. febrúar síðastliðinn vorum við með frábæra morgunráðstefnuna um handtölvulausnir á Grand Hótel í samstarfi við Zebra og SOTI.

Það var mikil stemning á svæðinu eins og sjá má á þessu myndskeiði.

Við kynntum ýmsar nýjungar í handtölvulausnum. Fyrirlesarar komu frá Zebra og SOTI og Ólafur Kristján Ragnarsson hjá Slökkviliðinu í Reykjavík og Steinar J. Kristjánsson í Bónus fóru yfir það hvernig lausnir Edico hafa nýst þeim.

Ef þú sást þér ekki fært um að mæta þá þarftu ekki að örvænta því við tókum upp efnið og þú getur horft á alla fyrirlestrana á Youtube rásinni okkar og þú getur líka sent okkur fyrirspurnir á sala@edico.is.

Við þökkum líka öllum þeim sem komu en nafn eins ráðstefnugestsins okkar var dregið út í smá leik og var það Brynjar Þór Þórarinsson hjá ÁTVR sá heppni en hann var dreginn út úr hópi þeirra sem mættu og hlaut í vinning út að borða fyrir tvo á Fiskfélaginu.

bottom of page