Sjálfsafgreiðslulausnir 

Edico hefur kynnt sér úrval sjálfafgreiðlulausna og hefur áhuga á að vinna með fyrirtækjum að auka sjálfvirkni í t.d. afgreiðslu viðskiptavina. Við getum útvegað vélbúnað og smíðað hugbúnað ef þess þarf til.

Sjálfsafgreiðslulausnir fela m.a. í sér snertiskjástanda, handtæki eða láta viðskiptavini afgreiða sig sjálfa með snjalltæki.

Meðal lausna sem Edico hefur þróað er Edico verðskanni. Með Edico verðskanna geta viðskiptavinir fengið nánari upplýsingar og verð vöru með að skanna strikamerki hennar á tæki sem er staðsett víða um verslanir.