top of page
Logo_Blue_WSlogan.png

Hámarkaðu árangurinn þinn með V-Count lausnum

 

V-Count lausnir safna tölfræði um fjölda gesta sem koma á staðsetningar fyrirtækja. Með að telja viðskiptavini sem koma og fara er hægt að finna út hvenær álagstími er og eins þegar það er lítið að gera. Þannig að hægt sé að skoða þörf á starfsfólki hverju sinni, ásamt hlutfalli á fjölda viðskiptavina samanborið við fjölda sem eiga viðskipti. Einnig er hægt að bera saman ýmis gögn eins og t.d. hvernig veðrið hefur áhrif á fjölda sem koma.

​

​

Mikilvægt að telja viðskiptavini
Með talningu er hægt að taka upplýstar ákvarðanir sem geta haft áhrif á árangur rekstursins. Það er mikilvægt að skilja ferli viðskiptavina þannig að það sé hægt að bregðast við með réttum hætti. Fyrirtæki eins og Amazon hefur náð sínum árangri á að nýta tölfræði eins og þessa til að hámarka árangur og ná því samkeppnisforskoti sem það hefur.

​

Búnaðurinn
Tækið þarf að tengjast neti og rafmagni. Það er með tvær þrívíddar myndavélar sem telja fólk sem kemur inná svæðið sem er afmarkað. V-Count eru þeir allra fremstu í fólkstalningu með nákvæmni upp á 98% sem er það mesta á markaðnum.

​

V-Count er skýjalausn
Hugbúnaðurinn er mjög einfaldur í notkun og hægt er að sækja upplýsingar úr öðrum kerfum og bera saman eins og t.d. upplýsingar úr afgreiðslukerfi, upplýsingar um veðurfar o.fl. Stjórnendur geta síðan tekið út skýrslur og séð rauntímaupplýsingar þegar þeim hentar.

 

bottom of page