top of page

Skilmálar fyrir vefverslun Edico ehf.

Gildistími

Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti sem fara fram í gegnum vefverslun Edico ehf. (Edico).

1. Vörur og framboð

• Vörur eru í takmörkuðu magni og verðið á vefsíðunni gildir aðeins um það magn sem tekið er fram hverju sinni.

• Þegar vara er uppseld fellur verðið sjálfkrafa úr gildi.

 

2. Verð

• Öll verð eru birt með virðisaukaskatti (VSK).

• Verð í vefverslun geta verið önnur en verð í sértilboðum eða öðrum söluleiðum.

• Edico áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara.

3. Pöntun og greiðsla

• Til þess að ljúka pöntun þarf viðskiptavinur að skrá kennitölu fyrirtækis.

• Greiðsla fer eingöngu fram í gegnum reikningsviðskipti.

• Pöntun telst bindandi þegar staðfesting hefur verið send.

 

4. Afhending

• Vörur eru afgreiddar eins fljótt og auðið er eftir að pöntun hefur verið staðfest.

• Sendingarkostnaður bætist við nema annað sé tekið fram.

• Edico ber ekki ábyrgð á töfum sem rekja má til flutningsaðila.

5. Skil og kvartanir

• Ekki er hægt að skila vöru nema um galla sé að ræða.

• Kvartanir og tilkynningar um gallaðar vörur skulu berast skriflega á sala@edico.is.

6. Ábyrgð og takmarkanir

• Myndir og lýsingar í vefverslun eru til viðmiðunar og geta verið frábrugðnar raunverulegum vörum.

• Edico ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlotist getur af notkun vara sem keyptar eru í vefverslun.

7. Lög og varnarþing

• Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum.

• Rísi ágreiningur verður hann borinn undir Héraðsdóm Reykjavíkur.

bottom of page