top of page

Vel heppnuð Zebra morgunverðarkynning

Nýlega hélt Edico morgunverðarkynningu og fékk til liðs við sig Anders Juul og Jesper Sörensen frá Zebra í Danmörku til að fara yfir helstu nýjungar og möguleika sem Zebra getur aðstoðað fyrirtæki við til að ná betri árangri í sjálfvirkni.

Um 60 manns frá ýmsum fyrirtækjum komu á kynninguna og er almennt talað um að hún hafi tekist mjög vel. Við fengum Sigurð Long hjá Olís til að ræða innleiðingu þeirra á Edico handheld handtölvulausn ásamt búnaði frá Zebra. Við fengum einnig Gerði Bárðardóttir og Guðlaug Vigfús Kristjánsson hjá Icelandair til að kynna sína reynslu með Soti Mobicontrol sem stjórnar flestum handtækjum hjá fyrirtækinu.

Edico gaf 3 þátttakendum Nokia 8 Android farsíma, í samstarfi við Wkonnekt ehf. sem er umboðsaðili Nokia á Íslandi. Þeir heppnu voru Sigdór Rúnarsson, Gunnar Einarsson og Björn Þorkelsson og hafa þeir fengið verðlaunin afhent.

bottom of page