top of page

Edico er framúrskarandi og til fyrirmyndar í rekstri

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.


Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu.


Þá er Edico í hópi 2,8% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri annað árið í röð.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi og uppfylla ýmis skilyrði. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 40 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónir og eiginfjárhlutfall að vera yfir 20%. Auk annarra þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.bottom of page