top of page

Rafrænar verðmerkingar frá Pricer í öllum verslunum Hagkaupa


Hagkaup hefur innleitt Pricer rafrænar verðmerkingar í allar verslanir sínar. Innleiðingin byrjaði í matvöru og gekk hratt og vel fyrir sig. Hagkaup valdi Pricer eftir að hafa skoðað aðrar lausnir á markaðnum sem uppfylltu ekkir kröfur um virkni og áreiðanleika. Samstarfið hefur gengið vel enda mikill metnaður lagður í verkefnið af hálfu Hagkaupa.


Hagkaup er í dag með Pricer í öllum sínum verslunum. Pricer er rafrænar verðmerkingar sem hafa sparað stærstu verslunarkeðjum landsins mikla peninga með því að auðvelda verðmerkingar og bæta verðstjórnun. Rafrænar verðmerkingar henta öllum verslunum, stórum sem smáum.

Það eru alltaf réttar upplýsingar á verðmiðuð, það sem birtist á verðmiðanum er það sem er skráð í bakvinnslukerfi verslunarinnar.

Hægt er að láta viðskiptavini vita að vara sé væntanleg.

Hagkaup rekur sjö verslanir, þar af sex á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akureyri. Hagkaup leggur áherslu á þægindi og þjónustu og eru því tvær verslanir Hagkaups, í Skeifunni og Garðbæ, opnar allan sólarhringinn. Auk þess starfrækir Hagkaup öfluga netverslun með bæði snyrtivörur og leikföng og er boðið upp á sendingar hvert á land sem er, hratt og örugglega.


Hagkaup hefur aðlagað sig að neyslumynstri landsmanna í 64 ár og er í dag megináhersla lögð á breitt úrval matvöru, snyrtivöru og leikföngum. Hagkaup leggur mikið upp úr að bjóða landsins fjölbreyttasta vöruúrval og gera verslunarferðina eins ánægjulega og mögulegt er, allt á einum stað.


bottom of page