top of page

Bandalag háskólamanna notar Edico Visit

Bandalag háskólamanna notar Edico Visit en í byrjun árs 2018 var þjónustuveri BHM komið í gagnið. Sú breyting kallaði á breytingu á húsnæði BHM sem og breytingu á verklagi varðandi móttöku félagsmanna. Niðurstaðan varð að hin hefðbundna mannaða móttaka vék fyrir notalegu móttökurými sem búið er kaffiaðstöðu. Bæði var eldri móttakan plássfrek og kallaði fram lélega fermetranýtingu og sömuleiðis var krafan um mönnun hennar á dagvinnutíma orðin íþyngjandi.

Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstarstjóri Bandalags háskólamanna segir að með tilkomu Edico Visit séu þau komin með betri yfirsýn yfir gestakomur. Með Edico Visit er hægt að mæla tíðni heimsókna og sjá hvernig heimsóknir skiptast niður á félög, deildir og starfsmenn.

„Þjónustan frá Edico var persónuleg og tók tillit til raunverulegra þarfa okkar. Fulltrúum Edico var í mun að aðlaga kerfin þannig að þau pössuðu starfsseminni okkar sem allra best og væru þjál í notkun fyrir gesti okkar. Ég kunni að meta viðleitni Edico sem snéri að því að gera okkur sjálfbær um breytingar á starfsmannalistum og öðrum stillingum.“

bottom of page