Nú getur þú auðveldlega fundið vöruna hjá Elko
Pricer kerfi Elko staðsetur vörurnar í versluninni. Þannig er hægt að fletta upp vöru á heimasíðu fyrirtækisins og velja að sjá staðsetningu hennar. Birtist þá kort af versluninni þar sem hilla vörunnar er sýnd með gulu tákni. Einnig er hægt að láta verðmiðann blikka.
Þessi einstaka þjónusta er í boði með Pricer rafrænum hillumerkingum og gerir leit að réttu tæki í búðinni að leik einum.